Kveðjum stelpurnar okkar með stæl!
A-landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2011 á laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og jafnframt lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi. Miðasala er í fullum gangi á midi.is, og miðasalan við Laugardalsvöll á leikdag opnar kl. 11:00.
Fólk er hvatt til að kaupa sér miða tímanlega, annað hvort á vefnum eða við leikvanginn, til að forðast biðraðir og örtröð þegar fólk flykkist á völlinn rétt fyrir leik, eins og oft kemur fyrir.
Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er kr. 1.000, en frítt er fyrir 16 ára og yngri.
Handhafar A-aðgönguskírteina frá KSÍ þurfa ekki miða á leikinn, heldur sýna þeir bara skírteinið sitt við innganginn. Börn 16 ára og yngri þurfa ekki miða á leikinn, þau geta farið beint inn án þess að koma við í miðasölunni.
Fjölmennum á leikinn og gefum stelpurnum okkar þá kveðjujöf sem þær eiga skilið - þúsundir Íslendinga og brjálaða stemmningu á Laugardalsvelli!