• fös. 14. ágú. 2009
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Serbum á laugardag

Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011
HM_kvenna_2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Serbíu í undankeppni HM 2010.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 14:00.  Fólk er hvatt til að mæta á völlinn og kveðja stelpurnar okkar með stæl áður en þær halda til Finnlands til að leika í úrslitakeppni EM.  Hægt er að skoða allt um úrslitakeppnina með því að smella á hnappinn hér til hægri á síðunni og fara þannig á sérvefinn emstelpurnar.is.

Íslenska liðið mun vafalaust sækja til sigurs gegn Serbum og það verður að segjast eins og er að uppstillingin er ekki árennileg.  Leikkerfið er 4-3-3.

Markvörður

  • Þóra B. Helgadóttir

Varnarmenn

  • Erna B. Sigurðardóttir
  • Ólína G. Viðarsdóttir
  • Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
  • Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Tengiliðir

  • Edda Garðarsdóttir
  • Dóra Stefánsdóttir
  • Sara Björk Gunnarsdóttir

Framherjar

  • Dóra María Lárusdóttir
  • Hólmfríður Magnúsdóttir
  • Margrét Lára Viðarsdóttir

Svona leggur þjálfarinn þetta upp

Þóra í markinu.  Ólína í vinstri bakverði og Erna í þeim hægri, Guðrun og Katrín miðverðir.  Edda og Dóra halda miðjunni á meðan Sara verður aðeins fyrir framan og setur pressu á varnarmenn Serbanna, ásamt Margréti Láru, sem er fremst, og kantmönnunum Hólmfríði vinstra megin og Dóru Maríu hægra megin.