• mið. 12. ágú. 2009
  • Landslið

Tveggja marka tap gegn Tékkum á KR-vellinum

Merki U21 karla
UEFA_U21_karla

U21 landslið karla tapaði fyrir Tékkum í undankeppni EM 2011 á KR-vellinum í dag.  Tékkar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins.

Gestirnir voru sterkari framan af leiknum í dag en okkar piltar náðu smám saman að vinna sig inn í leikinn og áttu nokkur ágætis færi, eins og reyndar Tékkarnir, þannig að bæði lið hefðu hæglega getað verið búið að skora áður en Tékkar brutu ísinn eftir um klukkutíma leik, eftir varnarmistök Íslendinga.  Gestirnir bættu svo við öðru marki 10 mínútum síðar og þar við sat.

Tékkar eru því með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvo leiki og hafa ekki fengið á sig mark, unnu San Marínó með 8 mörkum gegn engu.