Austurrískt dómaratríó á Ísland-Serbía
A landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í undankeppni HM 2011 á laugardag, þegar liðið tekur á móti Serbum á Laugardalsvellinum kl. 14:00. Þetta er jafnframt síðasti leikur stelpnanna áður en þær halda til Finnlands og taka þátt í úrslitakeppni EM.
Dómaratríóið á leiknum á laugardag kemur frá Austurríki. Dómari er Tanja Schett (á mynd), og aðstoðardómarar eru þær Cindy Zeferion de Oliveira og Silke Mitterlechner. Fjórði dómarinn er íslenskur og heitir Gylfi Már Sigurðsson.
Dómaraeftirlitsmaðurinn, Regina Konink-Belksma, kemur frá Hollandi og eftirlitsmaður leiksins er ítalskur, Alessandro Lulli.