1-1 jafntefli gegn Slóvökum
Ísland og Slóvakía skildu jöfn í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalnum í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og gátu bæði lið verið nokkuð sátt með sinn hlut. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og skiptust þau á að sækja. Íslenska liðið lék vel í leiknum og boltinn fékk að ganga vel manna á milli.
Gestirnir náðu forystu í leiknum með glæsilegu langskoti Roberts Wittek á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Kristján Örn Sigurðsson jafnaði leikinn á 59. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Pálma Rafni Pálmasyni.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, sem verður að teljast gott veganesti fyrir leikinn gegn Norðmönnum í næsta mánuði, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni HM 2011.
Norðmenn unnu öruggan sigur á Skotum í Osló, 4-0, og eru þar með komnir upp fyrir okkur Íslendinga í riðlinum.