Æfingaleikur hjá U17 kvenna á föstudag
U17 landslið kvenna tekur þátt í undankeppni EM í byrjun september. Riðill Íslands fer fram hér á landi og leikur íslenska liðið við Frakkland, Þýskaland og Ísrael.
Lítill tími mun gefast til undirbúnings fyrir mótið og því verða nokkrir „stakir“ æfingaleikir á næstunni.
Næstkomandi föstudag, 14. ágúst, er fyrirhugaður æfingaleikur við mfl. kvenna hjá Stjörnunni.
Síðan er áætlað að hafa æfingaleiki 23. ágúst og 28. ágúst. Æfingar verða síðan síðustu dagana fyrir EM eins og tækifæri gefst. Íslenska liðið fer á hótel 3. september og fyrsti leikur í EM er 4. september.