EM stelpurnar okkar
Á morgun, miðvikudag, mun Ríkissjónvarpið sýna fyrsta þáttinn af fjórum þar sem fjallað er um stelpurnar í kvennalandsliðinu. Sýnd verða viðtöl við stelpurnar ásamt annarri umfjöllun um liðið og mótið framundan. Þættirnir bera yfirskriftina "EM stelpurnar okkar".
Fyrsti þátturinn fer í loftið miðvikudaginn 5. ágúst og er annar þátturinn degi síðar. Þriðji þátturinn verður svo miðvikudaginn 12. ágúst, strax á eftir beinni útsendingu frá vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Slóvakíu. Fjórði og síðasti þátturinn er svo á dagskrá fimmtudaginn 13. ágúst.
Ríkissjónvarpið mun sýna beint frá öllum leikjum íslenska kvennalandsliðsins í Finnlandi og er hægt að finna ýmislegt efni sem tengist keppninni og liðinu á heimasíðu RÚV, http://www.ruv.is/em/.