• þri. 04. ágú. 2009
  • Landslið

EM hópurinn tilkynntur á morgun

Kvenna_fagnar
Kvenna_fagnar

Á morgun kl. 12:45 mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynna á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Þessi hópur mun einnig taka þátt í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011 gegn Serbíu á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst.

Blaðamannafundurinn verður haldinn í kjölfarið á því að dregið verður í undanúrslitum VISA bikars karla en sú athöfn hefst kl. 12:00.  Það verður því mikið um að vera í höfuðstöðvum KSÍ á morgun og mikilla frétta að vænta.

Úrslitakeppnin í Finnlandi hefst 23. ágúst en íslenska liðið mætir Frökkum í sínum fyrsta leik, mánudaginn 24. ágúst, í Tampere.  Liðið mætir hinsvegar Serbum í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00.  Þá er síðasti möguleikinn fyrir landsmenn að berja stúlkurnar augum í leik áður en þær halda til Finnlands.  Miðasala á þann leik hefst á morgun og eru landsmenn hvattir til þess að mæta, styðja stelpurnar í mikilvægum leik og senda þær með góðar kveðjur til Finnlands.