Tony Knapp mótaði landsliðsþjálfara Noregs
Á næstu dögum munu birtast umfjallanir um þau lið er leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst 23. ágúst næstkomandi. Þessar umfjallanir eru í formi myndbanda en þar er rætt við lykilmenn og þjálfara liðanna ásamt því að fjallað er um liðin á ýmsan hátt.
Þegar hafa birst umfjallanir um sænska og norska liðið en þessi myndbönd er hægt að finna á heimasíðu UEFA undir liðnum "Training Ground". Þar er ýmsan annan fróðleik að finna og knattspyrnan skoðuð frá ýmsum hliðum.
Í umfjölluninni um norska liðið segir Bjarne Berntsen, landsliðsþjálfari, að einn af þeim þjálfurum er mest hafði áhrif á hann var Tony Knapp, fyrrverandi þjálfari karlalandslið Íslands.
Á dögunum heimsóttu starfsmenn heimasíðu UEFA íslenska hópinn þegar hann var í Englandi og mun afraksturinn á næstu dögum.