• mið. 29. júl. 2009
  • Landslið

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu en hann fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir leikinn gegn Noregi en þar lýkur íslenska liðið þátttöku sinni í riðlakeppni fyrir HM 2010.

Landsliðshópur Íslands í þessum leik verður kynntur til sögunnar strax eftir fríhelgi verslunarmanna.

Slóvakar hafa mikla knattspyrnuhefð og sitja núna í 43. sæti styrkleikalista FIFA.  Liðinu hefur gengið frábærlega í undankeppni HM 2010 og sitja í efsta sæti 3. riðils en þar etja þeir m.a. kappi við Pólverja, Norður Íra og nágranna sína í Tékklandi. 

Það má því búast við hörkuleik hér á iðagrænum Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum.

Hólf á Laugardalsvelli

Verð (í forsölu til og með 12. ágúst)

  • Rautt Svæði, 3.000 kr (2.500 í forsölu)
  • Blátt Svæði, 2.500 kr (2.000 í forsölu)
  • Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)

Miðasala á Ísland - Slóvakía