• mið. 29. júl. 2009
  • Landslið

Leikið við Svía í dag hjá U17 karla

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Íslenska U17 karlalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti U17 karla og fer það fram í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins var gegn Skotum í gær og unnu Skotarnir með tveimur mörkum gegn einu.  Í dag verður leikið gegn Svíum og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarliðið í leiknum.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Davíð Guðjónsson

Hægri bakvörður: Stefán Hafsteinsson

Miðverðir: Ásgrímur Rúnarsson og Hörður Björgvin Magnússon

Vinstri bakvörður: Bjarki Már Benediktson

Tengiliðir: Andri Már Hermannsson og Tómas Óli Garðarsson

Hægri kantur: Emil Pálsson

Vinstri kantur: Ingólfur Sigurðsson

Sóknartengiliður: Kristján Gauti Emilsson

Framherji: Bjarni Gunnarsson

Íslendingar komust yfir strax á fjórðu mínútu leiksins í gær en Skotar jöfnuðu fyrir leikhlé.  Þeir skoruðu svo eina mark síðari hálfleiksins og tryggðu sér sigur.  Í hinum riðilsins sigruðu mótherjar okkar Íslendinga í dag, Svíar, Finna með þremur mörkum gegn engu.  Í hinum riðlinum unnu Norðmenn stórsigur á Færeyingum, 7 - 0 og Danir og Englendingar gerðu jafntefli, 1 - 1.  Í þessu móti fer fram vítaspyrnukeppni ef liðin skilja jöfn til þess að ákvarða um hvort félagið verði ofar verði þau jöfn að stigum.  Þar höfðu Englendingar betur.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Leikskýrsla Ísland - Skotland

Riðill Íslands