• þri. 28. júl. 2009
  • Dómaramál

Í eftirliti í Evrópu

UEFA
uefa_merki

Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Þá verða þeir Ingi Jónsson og Sigurður Hannesson dómaraeftirlitsmenn á fimmtudaginn á leikjum í Evrópudeild UEFA.  Ingi verður í Serbíu á leik Sevojno og Lille frá Frakklandi.  Sigurður verður hinsvegar í Litháen á leik FK Vetra og Fulham.  Þann 6. ágúst næstkomandi verður svo Eyjólfur Ólafson dómaraeftirlitsmaður í Danmörku á leik OB og Rabotnicki frá Makedóníu.