• þri. 28. júl. 2009
  • Landslið

Hluti af farangri á leið til Finnlands

Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur
Myndir 2009 042

Kvennalandsliðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í Finnlandi þann 24. ágúst næstkomandi en undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst.  Í mörg horn er að líta og síðustu daga hafa starfsmenn landsliðsins og starfsmenn Knattspyrnusambandsins verið að undirbúa farangur liðsins.  Ákveðið var að senda hluta af farangrinum á undan liðunu, með millilandaskipi og voru 23 töskur sendar á undan liðinu í dag.

Það er TVG Zimsen sem tekur að sér að flytja töskurnar en héðan fara þær með skipi til Árósa þar sem þeim verður svo komið þaðan til Tampere.

Hér að neðan má sjá Ragnheiði Elíasdóttur og Klöru Bjartmarz, starfsmenn KSÍ, en mikið mæðir á þeim í undirbúningi fyrir ferðina.  UEFA er með strangar reglur varðandi þann fatnað sem fylgir keppnisþjóðunum.  Nær það ekki einungis til keppnisbúninga heldur einnig til æfingafatnað, hótelgalla og fleira.  Hafa þær Ragnheiður og Klara haft veg og vanda að því að sjá um þær merkingar sem mega vera á fatnaði kvennalandsliðsins í þessari ferð.

Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur

Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur

Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur