• sun. 19. júl. 2009
  • Landslið

Tveir sigrar á Færeyingum

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna
U17_kv_Holland_NM_2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir hjá U17 og U19 kvenna og voru Færeyingar mótherjarnir í bæði skiptin.  Íslensku liðin fóru með sigur af hómi í báðum leikjunum sem leiknir voru í Þorlákshöfn og í Hveragerði.

Í Þorlákshöfn léku U17 kvenna og fékk íslenska liðið þar óskabyrjun því þær skoruðu tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins.  Eftir það var ekki aftur snúið og lauk leiknum með 7-0 sigri Íslands.

Í Hveragerði léku U19 kvennalandslið þjóðanna og þar sigruðu Íslendingar, 5 - 1, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3 - 0.

Leikið var í góðu veðri við frábærar aðstæður á þessum völlum.  Þjóðirnar mætast aftur á morgun, mánudaginn 20. júlí.  Þá leika á Hvolsvelli liðin í U17kvenna en U19 kvenna leika í Þorlákshöfn.  Báðir leikirnir hefjast kl. 17:00.