Jafntefli hjá strákunum í Svíþjóð
Strákarnir í U18 karla gerðu í dag jafntefli við Svía á Svíþjóðarmótinu og urðu lokatölur 3 - 3. Staðan í leikhléi var 1 -1 en íslensku strákarnir náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleik en Svíar skoruðu 2 mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér þannig jafntefli. Mörk Íslands í leiknum skoruðu þeir: Guðmundur Þórarinsson, Kristján Gauti Emilsson og Jón Daði Böðvarsson.
Á mótinu er hafður sá háttur á að ef leikir enda með jafntefli er farið í vítaspyrnukeppni sem ræður röð liðanna ef þau verða jöfn í lokastöðu mótsins. Þar höfðu Íslendingar betur, skoruðu úr öllum spyrnum sínum markvörður Íslands varði síðustu spyrnu Svía.
Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Noreg á laugardaginn.