• mið. 15. júl. 2009
  • Landslið

U19 kvenna mætir Svíum á morgun

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009
Byrjunarlid U19 kvenna gegn Noregi juli 2009

Stelpurnar í U19 kvenna leika sinn annan leik á morgun í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi.  Mótherjarnir eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leikinn á morgun.

Byrjunarliðið (4-1-4-1):

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Hægri bakvörður: Berglind Bjarnadóttir

Vinstri bakvörður: Thelma Björk Einarsdóttir

Miðverðir: Mist Edvardsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir

Varnartengiliður: Arna Sif Ásgrímsdóttir

Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði

Vinstri kantur: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Framherji: Dagný Brynjarsdóttir

Sömu leikmenn hefja leikinn og gegn Norðmönnum en þær Fanndís og Dagný hafa skipt um stöðu á vellinum.

Fyrsta leik liðsins gegn Norðmönnum lauk með markalausu jafntefli á meðan Svíar töpuðu fyrir Englendingum, 0 - 3.  Þau mörk voru þau fyrst sem að Svíar fengu á sig í allri keppninni, fóru þ.e.a.s. í gegnum forkeppni og milliriðla án þess að fá á sig mark.  Þjóðirnar mættust í milliriðlunum sem fóru fram í Póllandi og lauk leiknum þá með markalausu jafntefli.  Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum á morgun en textalýsing verður hér á síðunni á meðan á leik stendur.

Keppnin á uefa.com