Tap í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu hjá U18 karla
Strákarnir í U18 karla hófu leik í dag á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Wales. Walesverjar höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu og skoruðu þeir mörkin í sinn hvornum hálfleiknum.
Bæði mörk Wales komu beint úr aukaspyrnum í leiknum en eftir nokkuð jafnræði í fyrri hálfleik, sóttu íslensku strákarnir af krafti í þeim síðari og sköpuðu mörg góð marktækifæri. Inn vildi boltinn þó ekki og mótherjarnir voru hársbreidd frá því að bæta við þriðja markinu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Hún hafnaði í stönginni en tap í fyrsta leik strákanna staðreynd.
Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag þegar þeir mæta Svíum en síðasti leikur liðsins er á laugardaginn þegar að Norðmenn verða andstæðingarnir.