• þri. 14. júl. 2009
  • Fræðsla

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ - Frestur til 26. október

VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ
visa-Bikarinn50ara

Í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ, sem fram fer í haust, ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar og fékk til verksins Skapta Hallgrímsson blaðamann.  Gert er ráð fyrir veglegri útgáfu þar sem bókin verður um 300 bls. auk þess sem DVD-diskur með myndefni úr keppninni, mörkum úr úrslitaleikjum o.fl.,fylgir bókinni. 

Bikarkeppni kvenna hófst 1981 og frá þeim tíma verður fjallað á sambærilegan hátt um bikarkeppni kvenna. 

Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift á kr. 6.500.  Nafnalisti heiðursáskriftar kemur fram í lok bókar.

Frestur til að gerast heiðursáskrifandi rennur út 26. október.

Boðið verður uppá tvo möguleika með greiðslu, með millifærslu á reikning KSÍ 0101-26-700400, kt. 700169-3679 eða með greiðslukorti.  Aðildarfélög KSÍ sem hafa áhuga á að fá heiðursáskrift geta jafnframt fengið upphæðina færða á viðskiptareikning hjá KSÍ.

Hafir þú áhuga á að gerast heiðursáskrifandi af útgáfunni þá vinsamlegast staðfestu með að senda tölvupóst á ksi@ksi.is.  Umsjón með heiðursáskriftinni hefur Sigurður Helgason í síma 899-1292 og gefur hann frekari upplýsingar.