• mán. 06. júl. 2009
  • Fræðsla

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback

Sænski þjálfarinn Lars Lagerback
Lars_Lagerback

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara. Námskeiðið er hluti af endurmenntun á A-gráðunni en eina leiðin fyrir KSÍ A þjálfara til að endurnýja réttindi sín er að sækja sérstök endurmenntunarnámskeið á vegum KSÍ.

Lagerback fjallaði m.a. um þjálfun og taktík sænska A-landsliðsins og var námskeiðið bæði bóklegt og verklegt. Rúmlega 40 þjálfarar sóttu námskeiðið og létu vel af kennslu sænska þjálfarans.

Í verklega hlutanum sýndi Lagerback dæmi um þrjár taktískar æfingar sem hann notast gjarnan við við þjálfun A-landsliðs Svíþjóðar. Sýnikennsluhópur var á æfingunni en að þessu sinni voru það strákar í U17 ára landsliði karla.

Æfingin fór fram á Valbjarnavelli í Laugardal og vill Knattspyrnusamband Íslands koma á framfæri sérstökum þökkum til strákanna í U17 ára landsliði Íslands, Gunnars Guðmundssonar landsliðsþjálfara og Þróttara fyrir afnot á vellinum.