• fim. 02. júl. 2009
  • Fræðsla
  • Knattþrautir KSÍ

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband

Frá knattþrautum KSÍ í Grindavík
Grindavik

Eins og kunnugt er stendur KSÍ fyrir knattþrautum á meðal iðkenda 5. flokks hjá félögunum.  Verkefnið er þegar farið af stað og hafa viðtökur félaganna verið mjög góðar og áhuginn sem krakkarnir sýna mikill.  Gunnar Einarsson hefur yfirumsjón með knattþrautunum og heimsækir félögin í sumar.

Á dögunum voru nokkrir valinkunnir landsliðsmenn fengnir til þess að spreyta sig á knattþrautunum og var það hinn dansglaði, Dagur Sveinn Dagbjartsson, sem festi þetta á filmu.  Einnig gáfu landsliðsmennirnir ungum iðkendum góð ráð sem geta nýst þeim í knattspyrnunni.

Myndband