Stelpurnar í U17 hefja leik í dag
Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í Norðurlandamóti U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð. Stelpurnar héldu utan snemma í gærmorgun og leika fyrsta leik sinn í dag kl. 17:00 en mótherjarnir eru stöllur þeirra frá Noregi.
Aðstæður í Svíþjóð eru til mikillar fyrirmyndar en helst til heítt er á svæðinu, um 30 stiga hiti og sólskin.
Byrjunarliðið gegn Norðmönnum er þannig skipað:
Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir
Hægri bakvörður: Írunn Þorbjörg Aradóttir
Vinstri bakvörður: Lára Kristín Pedersen
Miðverðir: Fjolla Shala og Hulda Margrét Brynjarsdóttir
Hægri kantur: Hildur Hauksdóttir
Vinstri kantur: Ásta Eir Árnadóttir
Miðjumenn: Freyja Viðarsdóttir, Hulda Sigurðardóttir og Sara Hrund Helgadóttir, fyrirliði
Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir
Þjálfari er Þorlákur Árnason.
Aðrir mótherjar Íslendinga í riðlakeppni þessa opna Norðurlandamóts eru Þjóðverjar og Hollendingar. Leikið verður svo um sæti í mótinu laugardaginn 4. júlí.