• fim. 25. jún. 2009
  • Landslið

Þær fara til Hvíta-Rússlands - Æfingaáætlun

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi og hefst á mánudeginum 13. júlí.  Liðið ferðast til Hvíta-Rússlands á laugardaginn 11. júlí og hefur viðkomu í Kaupmannahöfn á leið sinni.

Átján leikmenn eru valdir til fararinnar og koma þeir frá 9 félögum.  Flestir leikmenn koma frá Breiðabliki, eða fjórir, og þrír leikmenn koma frá Val.  Leikjahæstu leikmenn liðsins eru Grindvíkingarnir Anna Þórunn Guðmundsdóttir (22 leikir) og Elínborg Ingvarsdóttir (19 leikir), en þeim næst er Fanndís Friðriksdóttir (17 leikir) og hefur hún skorað flest mörk fyrir liðið (11).  Einn nýliði er í hópnum, Sigríður Þóra Birgisdóttir úr Aftureldingu.

Leikina í úrslitakeppninni má sjá í valmyndinni "Mót landsliðs" hér efst á síðunni.

Hópurinn

Dagskrá

U19 landslið kvenna 2009