• fim. 25. jún. 2009
  • Landslið

Hljómsveitin Hjaltalín heldur þrenna tónleika í tengslum við EM kvenna 2009

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi
uefa-womens-euro-2009

Eins og kunnugt er leikur A-landslið kvenna í úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi í lok ágúst og byrjun september.  Sendiráð Íslands í Finnlandi mun taka þátt í sérstöku upplýsingatorgi í Hesperia Park í Helsinki fyrir þátttökuþjóðirnar, þar sem hver þjóð verður kynnt með ýmsum hætti.  Það verður skemmtileg dagskrá í garðinum og einnig söluvagnar með ýmsan varning og eitthvað matarkyns.

Búist er við fleiri þúsundum gesta - ferðamönnum, skólafólki og fótboltaáhugafólki. Einnig verða ýmsar aðrar uppákomur á sama tíma og má þá nefna alþjóðlega hundasýningu og City Cooper-hlaup sem mun draga marga að.

Á íslenska básnum verður m.a. dreift ýmsu kynningarefni um íslenska knattspyrnu, íslenskt sælgæti verður í boði, plaköt, fánar, smá gjafir og margt fleira.

Að frumkvæði sendiráðs Íslands í Helsinki mun hljómsveitin Hjaltalín  svo halda þrenna tónleika, í Helsinki, Lahti og Tampere, í kringum leiki íslenska liðsins.

23. ágúst - Tampere, Klubi - http://www.tiketti.fi/tapahtuma/5387

25. ágúst - Lahti, Torvi - http://meteli.net/tapahtuma/144390

28. ágúst - Helsinki, Liberte - http://meteli.net/tapahtuma/144391