• mið. 24. jún. 2009
  • Fræðsla

Vill þitt félag vinna Ford Minibus bíl - litla rútu?

Knattþrautir
Picture_015

UEFA stendur fyrir skemmtilegum leik á vefsíðu sinni þar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna eitt stykki litla rútu, Ford Minibus, ásamt öðrum verðlaunum.  Félög um fjörvalla Evrópu geta tekið þátt.  Þessi leikur er hluti af svokölluðu UEFA Training Ground verkefni.

Það sem þarf að gera er að setja upp upp æfingu eða sýna tæknitakta og þurfa lágmark þrír leikmenn að taka þátt.  Taka þarf herlegheitin upp á myndband með upptökuvél, eða jafnvel bara síma, og sjá til þess að hver leikmaður snerti boltann a.m.k. einu sinni.  Myndskeiðið má ekki vera lengra en ein mínúta.

Senda þarf myndskeiðið til UEFA.

  • 1. verðlaun:  Ford Minibus bíll
  • 2. verðlaun:  Adidas búningasett

Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem iðkendum og þjálfarar hafa eflaust gagn og gaman af, auk þess sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.

Nánar um verkefnið hér.