• mið. 24. jún. 2009
  • Fræðsla

Siggi Raggi í heimsókn í Grindavík

Siggi Raggi í góðum hópi krakka úr Grindavík
grindavik-heimsokn-siggiraggi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mætti á æfingu hjá 5. flokki karla og 6. flokki karla og kvenna í Grindavík á dögunum, ásamt tveimur leikmönnum landsliðsins, þeim Söru Björk Gunnarsdóttir og Fanndísi Friðriksdóttir. 

Krakkarnir tóku vel á móti gestunum og léku Sara Björk og Fanndís með stúlknaflokknum ásamt því að þær gáfu krökkunum mynd af landsliðinu sem þær árituðu.  Sigurður Ragnar fór að lokinni æfingu í grunnskólann þar sem hann hélt fyrirlestur fyrir 2. og 3. flokk kvenna.

Sara Björk í fótbolta með krökkunum