Fyrsta verkefni íslenskra kvendómara á erlendri grundu
Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari, sem dæmir fyrir Sindra Hornafirði, mun starfa við Opna Norðurlandamót U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.
Mótið hefst á mánudag og koma flestir dómararnir og aðstoðardómararnir frá Svíþjóð, en einnig frá Finnlandi, Noregi, Þýskalandi, Sviss og Rúmeníu, auk Guðrúnar Femu.