• fös. 19. jún. 2009
  • Fræðsla
  • Knattþrautir KSÍ

Tveir nýir starfsmenn KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða sem snýr að skráningu á leikskýrslum, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Halldór Örn Kristjánsson mun sjá um skráningu á leikskýrslum og jafnframt mun hann vinna að því að uppfæra gagnagrunn KSÍ með því að skrá leikskýrslur í eldri mótum.

Gunnar Einarsson mun starfa að útbreiðslumálum og hafa yfirumsjón með knattþrautum KSÍ fyrir yngri kynslóðina.  Hann mun ferðast um landið og kynna knattþrautirnar fyrir iðkendum og þjálfurum.