Knattþrautirnar hefjast á mánudaginn
Eins og áður hefur komið fram verður KSÍ með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna í sumar og mun Gunnar Einarsson hafa yfirumsjón með þeim. Hann mun heimsækja félögin og fara yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.
Yfirferð Gunnars hefst núna á mánudaginn, 22. júní en þá verður hann á Patreksfirði.
Dagskrá næstu daga er eftirfarandi:
- Mánudagur 22. júní Patreksfjörður
- Þriðjudagur 23. júní Ísafjörður
- Miðvikudagur 24. júní Fram 5. flokkur karla og kvenna
- Fimmtudagur 25. júní Haukar 5. flokkur karla
Félögin eru beðin um að kynna sér nánar dagskrána á viðkomandi stað og koma henni til sinna iðkenda og þjálfara. Einnig eru þjálfarar hvattir til þess að kynna sér knattþrautirnar á bæklingum er félögin frá send.