• fös. 19. jún. 2009
  • Fræðsla

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

Sænski þjálfarinn Lars Lagerback
Lars_Lagerback

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Dagskrá er sem hér segir:

Föstudagurinn 3. júlí

14:00-15:00        Fyrirlestur

15:00-15:20        Kaffi

15:20-16:20        Fyrirlestur

16:20-                 Spurningar og svör (búið kl. 17:00 í síðasta lagi)

Laugardagurinn 4. júlí(höfuðstöðvar KSÍ og Valbjarnarvöllur)

9:00-10:00          Fyrirlestur

10:00-10:30        Kaffi og gengið út á Valbjarnarvöll

10:30-11:30        Verkleg æfing (sýnikennsluhópur)

11:30                   Spurningar og svör í stuttan tíma

Námskeiðið kostar 3.500 kr. Fleiri slík námskeið/fyrirlestrar verða haldnir á þessu ári en eina leiðin til að endurnýja A-gráðu réttindin er að mæta á endurmenntunarnámskeið hjá KSÍ.

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.