• fös. 19. jún. 2009
  • Landslið

Annasamur júlímánuður hjá landsliðum Íslands

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Það er óhætt að segja að landslið Íslands í knattspyrnu verði á ferð og flugi í júlímánuði næstkomandi en þá fara fram um 20 landsleikir hjá nokkrum landsliðum Íslands.  Leikirnir geta orðið fleiri en það fer eftir árangri liðanna í þeim mótum sem þau taka þátt í. 

Konurnar eru meira áberandi, A landslið kvenna leikur 2 vináttulandsleiki í Englandi, U19 kvenna leikur í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi og U17 kvenna leikur á Norðurlandamótinu í Svíþjóð.  Norðurlandamótið hjá stelpunum er byrjunin á þessari hrinu en það hefst núna 29. júní. 

Þá leika U17 og U19 kvenna vináttulandsleiki við stöllur sínar frá Færeyjum hér á landi, 18. og 20. júlí.  Reyndar verða þá tvö U19 kvennalandslið á ferðinni á sama tíma í sitthvoru landinu.

Hjá strákunum leika U17 karla á Norðulandamótinu í Þrándheimi í Noregi sem hefst 28. júlí og U18 karla leika á boðsmóti í Svíþjóð sem hefst um miðjan júlímánuð.

Hér að neðan má sjá lista yfir þessa leiki en á listann vantar leiki um sæti á nokkrum þessara móta.

Landsleikir Íslands í júlí