• fim. 18. jún. 2009
  • Fræðsla

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur

Sænski þjálfarinn Eijlert Bjorkman
Eijlert_Bjorkman

Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg en þar hefur hann starfað undanfarin 15 ár við þjálfun barna og unglinga. Í fyrirlestri sínum mun Eijlert Björkman fjalla um hæfileikamótun í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg og hvernig þjálfun unglinga 16-19 ára er háttað hjá félaginu.

Þessa má einnig geta að aðstoðarmaður Eijlert Björkman í unglingaakademíunni er Roger Gustafsson, sá hinn sami og samdi bókina og þjálffræðikerfið Secret of Soccer (www.s2s.net.).

Eijlert Björkman er hér á landi í boði UMF Selfoss og er það í samstarfi KSÍ, Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og UMF Selfoss að hann kemur til Reykjavíkur til að halda þennan fyrirlestur.

Aðgangur er ókeypis. Fyrirlesturinn er opinn öllum og telur sem endurmenntun fyrir KSÍ B (UEFA B) þjálfara.

Dagskráin er sem hér segir:

Sunnudagurinn 28. júní

16:30-17:20        Fyrirlestur

17:20-17:40        Kaffi

17:40-18:30        Fyrirlestur

18:30-19:00        Spurningar og svör

Áhugasamir vinsamlegast skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.