• fim. 18. jún. 2009
  • Fræðsla
  • Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir fyrir iðkendur 5. flokks í sumar

Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt
5_flokkur_Breidablik_2006

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar.

Fulltrùi KSÌ mun koma ì heimsòkn og vera með umsjòn yfir þrautunum àsamt þjàlfara fèlagsins.  Það er Gunnar Einarsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og aðstoðarþjálfari 1. deildar lið Leiknis, sem mun heimsækja félögin á vegum KSÍ og aðstoða við framkvæmd þrautanna.

Hér að neðan fá finna bækling sem inniheldur þessar knattþrautir en félögin munu fá þennan bækling á næstunni og eru beðin um að koma honum til þjálfara 5. flokks karla og kvenna hjá félaginu.

Lagðar verða 6 knattþrautir fyrir þennan hóp sem taka á þeim þáttum knattspyrnunnar sem krakkarnir eru að læra hjá sínum félögum.

Félögin eru hvött til þess að kynna sér þessar knattþrautir strax og vera vel undirbúin þegar fulltrúi KSÍ kemur í heimsókn.

Knattþrautir KSÍ 2009