• mið. 10. jún. 2009
  • Landslið

Tveggja marka tap í Skopje

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Makedónía lagði Ísland í dag í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var í Skopje.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.

Heimamenn fengu óskabyrjun þegar þeir komust yfir strax á 10. mínútu leiksins.  Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Makedóníumenn voru hinsvegar skeinuhættir í skyndisóknum.  Þegar franski dómarinn flautaði til leikhlés var staðan því 1 - 0 fyrir heimamenn. 

Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill og íslenska liðið náði ekki að ógna marki heimamanna.  Seinna mark þeirra kom svo þegar um 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Makedóníumenn fögnuðu sanngjörnum sigri.

Mikill hiti var á meðan leiknum stóð í Skopje og gerði dómari leiksins tvisvar sinnum hlé á leiknum, í sinnhvornum hálfleiknum, til þess að leikmenn gætu fengið sér vatn að drekka.  Leikmenn íslenska liðsins drukku um 70 lítra af vatni á meðan á leiknum stóð.

Íslenska liðið er nú með fjögur stig þegar það á eftir einn leik í riðlinum en þá mæta Norðmenn á Laugardalsvöllinn þann 5. september næstkomandi.

Riðillinn