Makedónía - Ísland í dag kl. 15:45
Í dag kl. 15:45 mætast Makedónía og Ísland í undankeppni HM 2010 og verður leikið í Skopje. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15:10.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson, fyrirliði
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
Tengiliðir: Stefán Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson
Hægri kantur: Pálmi Rafn Pálmason
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Framherji: Arnór Smárason
Þeir Rúrik Gíslason, Guðmundur Steinarsson og Garðar Jóhannsson verða ekki í leikmannahópnum í dag.
Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum og hafa þjóðirnar unnið sinnhvorn leikinn og einum leik hefur lokið með jafntefli. Markatalan úr þessum þremur leikjum er jöfn, 2-2.
Ísland og Makedónía eru jöfn að stigum fyrir þennan leik með fjögur stig en Íslendingar hafa leikið einum leik meira.
Þetta er næstsíðasti leikur Íslendinga í riðlinum en Norðmenn koma hingað í heimsókn 5. september næstkomandi. Norðmenn mæta einmitt Hollendingum í kvöld í Rotterdam