• þri. 09. jún. 2009
  • Dómaramál

Engar spennur á vellinum - Frá Dómaranefnd KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki
Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum, enda segir í 4. grein Knattspyrnulaganna m.a.:

"Leikmaður má ekki nota búnað eða klæðast neinu því sem er hættulegt honum sjálfum eða öðrum leikmönnum (þ.m.t. hvers kyns skartgripum)."  

Í  "Túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara" er þetta jafnframt ítrekað, en þar segir m.a.:

"Allir skartgripir (hálsmen, hringar, armbönd, eyrnalokkar, leðurólar, gúmmíteygjur o.s.frv.) eru stranglega bannaðir og ber að fjarlægja. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi."