• mán. 08. jún. 2009
  • Landslið

Landsliðið komið til Skopje

Landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Bjarni Ólafur Eiríksson bíða eftir næsta flugi
A_leid_til_Makedoniu

Íslenska karlalandsliðið er nú komið til Skopje í Makedóníu en framundan er leikur í undankeppni HM 2010 við heimamenn.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 10. júní og hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport.

Landsliðið kom til Skopje í dag en liðið hélt utan í gær og gisti í London yfir nóttina.  Liðið hélt svo þaðan eldsnemma í morgun til Prag og lenti loks í Skopje um hádegið á íslenskum tíma.  Mikill hiti er í borginni eða um 35 stiga hiti.  Búningastjóranum ylhýra, Birni Ragnari Gunnarssyni, þykir nóg um þennan hita en gaf sér samt tíma til þess að senda okkur myndina hér að neðan.

Landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Bjarni Ólafur Eiríksson bíða eftir næsta flugi