• mán. 08. jún. 2009
  • Landslið

Landsliðið æfði í dag í Skopje

Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net
Byrjunarlidid_gegn_Noregi_sept_2008

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag í Skopje í Makedóníu en liðið kom þangað um hádegið í dag.  Þrír leikmenn hópsins eiga við meiðsli að stríða.  Þeir Emil Hallfreðsson og Stefán Gíslason eru á batavegi og lítur betur út með þeirra meiðsli heldur en í gær.  Garðar Jóhannsson er einnig meiddur og líta meiðsli hans svipað út í dag og þau gerðu síðastliðinn laugardag.  Þessi leikmenn verða í stöðugri meðferð hjá starfsliði landsliðsins og kemur í ljós á miðvikudaginn hvort þeir verði leikhæfir. Heitt er í Skopje þessa dagana og var hitinn þar um 35 stig í dag.

Hópurinn