Örfáir miðar eftir á Ísland - Holland
Miðasala á leiks Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM 2010 hefur gengið mjög vel. Kl. 13:30 voru fáir miðar eftir og lítur út fyrir að uppselt verði á leikinn fyrr en síðar. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan stórleik.
Leikurinn hefst kl. 18:45, laugardaginn 6. júní, á Laugardalsvelli. Áhorfendur eru hvattir til þess að vera tímanlega því oft myndast raðir síðustu mínúturnar fyrir leik. Völlurinn opnar kl. 17:30.
Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir leikinn, lúðrasveitin Svanur mun marsera í kringum völlinn á meðan þeir þeyta lúðra sína og skylmingamenn og konur sýna mögnuð bardagaatriði.
Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta bláir til leiks og mynda magnaða stemningu á vellinum.