• mið. 03. jún. 2009
  • Fræðsla

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

Þjálfari að störfum
coaching1

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu en þó er ljóst að Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, kemur hingað til lands og heldur fyrirlestur á námskeiðinu. Nánari dagskrá og kostnaður verður auglýst síðar.

Námskeiðið er 15 kennslustundir og eina leiðin til að endurnýja A-gráðu réttindin er að mæta á endurmenntunarnámskeið hjá KSÍ, en þau eru fyrirhuguð 1-2 sinnum á ári. 100% mætingarskyldu er krafist af þátttakendum.

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.