Klæðum stúkuna í bláan lit!
Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan? Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil? Áttu bláa skó, bláa vettlinga? Áttu eitthvað blátt?
Allir áhorfendur sem leggja leið sína á Laugardalsvöllinn laugardaginn 6. júní, þegar Íslendingar og Hollendingar mætast í undankeppni HM 2010, eru hvattir til að klæðast bláum lit, þannig að sá litur verði áberandi í stúkunni.
Hollendingarnir eru alltaf duglegir að mæta í appelsínugulum lit, þannig að við Íslendingar verðum að standa okkur í þeirri baráttu og kaffæra þá í hafi af bláum lit.
Litum stúkuna bláa!
Áfram Ísland, alltaf, alls staðar!