• mán. 25. maí 2009
  • Landslið

Miðasala á Ísland - Holland í fullum gangi

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010 er nú í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is

Búast má við mikilli stemningu á Laugadalsvellinum enda Hollendingar sannkölluð stórþjóð í knattspyrnuheiminum.  Mikill áhugi er á leiknum í Hollandi og er búist við verulegum fjölda hollenskra stuðningsmanna á völlinn en appelsínugulir stuðningsmenn Hollendinga setja alltaf mikinn svip á leiki.

Verð (í forsölu til og með 5. júní)

  • Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
  • Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
  • Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst á þennan sannkallaða stórleik.

Hólf á Laugardalsvelli