• fös. 22. maí 2009
  • Fræðsla

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu

Special Olympics European Football Week
Football_week_badge_2006

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 24. maí á íþróttasvæði KR.  Umsjónaraðili leikanna verður KR í samstarfi við ÍF og KSÍ. 

Íslandsleikar Special Olympics hafa undanfarin ár verið samstarfsverkefni ÍF og KSÍ en árið 2009 hófst samstarf ÍF og KSÍ við KR í þeim tilgangi að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu.  Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir í tengslum við knattspyrnuviku UEFA ( knattspyrnusamband Evrópu) en aðildarlönd Special Olympics í Evrópu standa fyrir slíkum leikum.

Upphitun hefst kl.12:30 í umsjá Grétars Sigfinns Sigurðssonar,  keppni hefst síðan kl. 13.00  og er áætlað að keppni  standi í 2 tíma.  Verðlaunaafhending er í lok keppni.

Keppt verður í tveimur flokkum, getumeiri og getuminni og í blönduðum liðum karla og kvenna.