Leikið við England á heimavelli Colchester 16. júlí
Vináttulandsleikur kvennalandsliða Englands og Íslands þann 16. júlí næstkomandi fer fram á heimavelli Colchester, Weston Homes Community Stadium. Þessi leikvangur var tekinn í notkun í byrjun þessa keppnistímabils sem nú er nýlokið í Englandi og tekur 10.000 manns í sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Setanta en engu að síður búast Englendingar við að uppselt verði á þennan vináttulandsleik.
Leikurinn er liður í undirbúningi þjóðanna fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi sem hefst í ágúst. Þremur dögum síðar leika svo Ísland og Danmörk vináttulandsleik og fer sá leikur einnig fram í Englandi en leikstaður fyrir þann leik verður staðfestur síðar.