Héraðsdómaranámskeið hjá Selfossi
Héraðsdómaranámskeið verður haldið hjá Selfossi föstudaginn 22. maí kl. 17:00 í íþróttahúsinu Iðu.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.
Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis. Kennari á námskeiðinu er Gylfi Orrason.
Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hlið dómgæslunnar.
Þarna er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið.
Einnig eru allir starfandi dómarar hvattir til þess að mæta