• þri. 12. maí 2009
  • Fræðsla

Vel heppnuð heimsókn til Noregs

Frá ferð kennara á þjálfaranámskeiðum KSÍ til Noregs
Kennaraferd_til_Noregs

Í vikunni fóru 11 einstaklingar frá KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins til að kynna sér stöðu mála í menntun þjálfara í Noregi. Ferðin var á vegum UEFA og þótti heppnast vel í alla staði. Hópurinn samanstóð af níu kennurum á þjálfaranámskeiðum Knattspyrnusambands Íslands, einum nefndarmanni í unglinganefnd karla og einum starfsmanni KSÍ.

Auk þess að sitja fyrirlestra var litið á æfingu hjá 13-14 ára strákum og stelpum hjá Skeid, horft á æfingu afreksunglinga hjá Stabæk og litið á nýjan heimavöll Stabæk, sem er stórglæsileg knattspyrnuhöll sem tekur rúmlega 15.000 áhorfendur í sæti.

Hópurinn mun á næstu dögum skila af sér greinargerð um ferðina og kynna þau mál sem vöktu hvað mesta athygli hópsins til viðkomandi nefnda KSÍ.

Eftirfarandi aðilar fóru í ferðina til Noregs:

  • Arnar Bill Gunnarsson
  • Freyr Sverrisson
  • Guðni Kjartansson
  • Gunnar Guðmundsson
  • Janus Guðlaugsson
  • Ólafur Kristjánsson
  • Pétur Ólafsson
  • Sigurður Helgason
  • Sigurður Þórir Þorsteinsson
  • Örn Ólafsson
  • Dagur Sveinn Dagbjartsson