• þri. 12. maí 2009
  • Landslið

Dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna í kvöld

U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Í kvöld verður dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna en Ísland er ein af átta þjóðum sem á sæti þar.  Dregið verður í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí.

Ásamt Íslendingum eru í pottinum, England, Frakkland, Þýskaland, Noregur, Sviss, Hvíta Rússland og Svíþjóð.  Svíar voru með Íslendingum í milliriðli og komust áfram sem sú þjóð sem var með bestan árangur í 2. sæti.

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður viðstödd dráttinn í Minsk og mun einnig skoða gististaði, æfingavelli og keppnisvelli.

Það verður spennandi að fylgjast með í kvöld hvar Íslendingar lenda, hvort sem það er í Minsk eða Moskvu.