• mán. 11. maí 2009
  • Fræðsla

Fáni Heimsgöngunnar borinn inn á undan liðunum

Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum
pepsi-deildin-100509_110

Í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar sem eru í beinni útsendingu sjónvarps er fáni Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis borinn inn á undan liðunum, ásamt fána Pepsi-deildarinnar og Mastercard-leikur án fordóma.  Jafnframt er minnt á heimsgönguna í texta vallarþuls á leikjunum og má sjá textann hér að neðan.

Knattspyrnusamband Íslands styður verkefnið Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis, af heilum hug og hjarta.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi, hvernig sem það birtist. 

Nánar á www.heimsganga.is.

Texti vallarþuls í leikjum Pepsi-deildar sem eru í beinni útsendingu:

Velkomin til leiks í Pepsi-deildinni.

Það eru ungir knattspyrnuiðkendur sem ganga á undan liðunum út á völlinn

með fána Pepsi, fána KSÍ og MasterCard, og fána Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis.

Knattspyrna er leikur án fordóma. Heiðarleg framkoma utan vallar sem innan leiðir af sér betri og skemmtilegri knattspyrnu.  Berum virðingu fyrir öllum þátttakendum leiksins.

Góða skemmtun !