• fös. 08. maí 2009
  • Fræðsla

Samstarf KSÍ og Háskólans í Reykjavík

Frá undirritun um samstarfs á milli Háskólans í Reykjavík og KSÍ.  Þórdís Gísladóttir og Geir Þorsteinsson undirrita samninginn
HR_og_KSI

Háskólinn í Reykjavík (HR) íþróttafræðisvið og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  hafa gert með sér samkomulag á sviði menntunar dómara, rannsókna og starfsnáms nema í íþróttafræðum við HR.

Kennarar og nemar á íþróttafræðisviði HR munu koma að þjálfun og menntun dómara KSÍ með ýmsum hætti.  Þá munu nemar á íþróttafræðisviði njóta leiðsagnar ýmis fagfólks á vegum KSÍ.

Knattspyrnusamband Íslands fagnar þessum samstarfssamningi og er viss um að þessi samningur verði báðum aðilum til góðs.

Frá undirritun um samstarfs á milli Háskólans í Reykjavík og KSÍ. Þórdís Gísladóttir og Geir Þorsteinsson undirrita samninginn

Myndir: Hilmar Þór Guðmundsson