• fim. 07. maí 2009
  • Fræðsla

UEFA með ráðstefnu um viðburðarstjórnun

UEFA
uefa_merki

Í dag hefst ráðstefna á vegum UEFA í samstarfi við KSÍ og fer hún fram á Nordica Hilton hótelinu og á Laugardalsvelli.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA KISS(Knowledge & Information Sharing Scenario) Workshop. 

Viðfangsefnið er viðburðastjórnun og eru rúmlega 90 gestir sem sitja ráðstefnuna.  Gestirnir koma frá flestum af aðildarlöndum UEFA en ráðstefnunni lýkur á morgun.