• mið. 06. maí 2009
  • Fræðsla

Atli Eðvaldsson með UEFA Pro Licence

Atli Eðvaldsson
Atli_Edvaldsson

Nú á dögunum útskrifaðist Atli Eðvaldsson úr Pro Licence námi hjá þýska knattspyrnusambandinu og er því þriðji Íslendingurinn sem er handhafi UEFA Pro Licence skírteinis.  Hinir eru Teitur Þórðarson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Námið var viðamikið og stóð yfir í 11 mánuði og fluttist Atli til Þýskalands vegna þess.  Nám Þjóðverjanna snertir á flestum flötum knattspyrnunnar og útskrifa þeir nemendur sína sem "Fussball Lehrer".

Þessi fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari hefur víða komiði við og gert KR að Íslandsmeisturum og einnig þjálfað HK, Fylki, ÍBV og Þrótt.

Búast má við að fleiri Íslendingar verði handhafar Pro Licence skírteinis á næstunni.  Guðjón Þórðarson er nú í námi hjá enska knattspynusambandinu sem lýkur nú í sumar.  Þá munu þeir Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson hefja nám í Englandi síðar í sumar.

Atli Eðvaldsson var einn af þeim sem útskrifuðust með Pro Licence skírteini frá Þýskalandi í apríl 2009